Á sjö ára tímabili, eða frá 2012, hefur ríkið greitt rúmlega milljarð króna til þolenda afbrota í bætur vegna alls 2.421 máls sem barst á þessum árum.

Á sjö ára tímabili, eða frá 2012, hefur ríkið greitt rúmlega milljarð króna til þolenda afbrota í bætur vegna alls 2.421 máls sem barst á þessum árum.

Fjöldi mála hefur sveiflast nokkuð í tímans rás en veruleg fjölgun átti sér stað á síðustu tveimur árum. Árið 2005 bárust 208 mál, sem var met á þeim tíma. Á árinu 2017 bárust 447 mál sem er mesti fjöldi sem borist hefur að sögn Halldórs Þormars Halldórssonar, ritara bótanefndar.

Hámark þess sem ríkissjóður greiðir er þrjár milljónir í miskabætur og fimm milljónir vegna varanlegs líkamstjóns. Hæsta fjárhæðin getur því verið átta milljónir. Fram til ársins 2012 voru hámarksgreiðslur mun lægri að sögn Halldórs, eða 600.000 kr. í miskabætur og 2,5 milljónir fyrir varanlegt líkamstjón. Hámarksfjárhæðir bóta eru mun lægri hér á landi en víða annars staðar. 11