Góð Ester Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Eyjakonur.
Góð Ester Óskarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Eyjakonur. — Ljósmynd/Sigfús
ÍBV endurheimti þriðja sætið í Olís-deild kvenna í handknattleik með sigri gegn botnliði Selfoss á útivelli, 24:18, á laugardaginn.

ÍBV endurheimti þriðja sætið í Olís-deild kvenna í handknattleik með sigri gegn botnliði Selfoss á útivelli, 24:18, á laugardaginn.

Selfoss var þremur mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:11, og hélt því forskoti þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þá var staðan 18:15. En allt hrökk í baklás hjá Selfyssingum og ÍBV gekk á lagið. Selfossliðinu tókst ekki að skora eitt einasta mark síðustu fimmtán mínútur leiksins á meðan Eyjakonur skoruðu ellefu mörk og innbyrtu öruggan sex marka sigur.

ÍBV er í þriðja sætinu með 17 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik til góða. Selfoss situr hins vegar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins 4 stig. 14. umferðinni lýkur með þremur leikjum annað kvöld en þá eigast við Fram-KA/Þór, Stjarnan-Haukar og HK-Valur.

Mörk Selfoss: Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 6, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Sarah Boye Sörensen 2, Katla María Magnúsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 16.

Mörk ÍBV: Arna Sif Pálsdóttir 8, Ester Óskarsdóttir 8, Sunna Jónsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Greta Kavaliuskaite 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 18.