Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig varð laust eftir klukkan 10 í gærmorgun á Torfajökulssvæðinu, um átta km vestnorðvestur af Hrafntinnuskerjum. Skjálftans varð vart í Fljótshlíð.

Jarðskjálfti sem mældist 3,7 stig varð laust eftir klukkan 10 í gærmorgun á Torfajökulssvæðinu, um átta km vestnorðvestur af Hrafntinnuskerjum. Skjálftans varð vart í Fljótshlíð.

Tugir minni skjálfta fylgdu í kjölfarið á sama svæðinu en þeir voru allir undir tveimur stigum.

Skjálftinn varð á vesturhluta Torfajökulsöskjunnar, en hún er sú stærsta á Íslandi. Veðurstofan segir, að jarðskjálftavirkni sé viðvarandi á þessu svæði en fátítt er að skjálftar mælist yfir 3,5 að stærð. Síðast mældust skjálftar af svipaðri stærð í ágúst 2018, rúmlega fimm km austar en skjálftinn í gær.