[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Arnþór Ari Atlason er genginn til liðs við knattspyrnulið HK og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

* Arnþór Ari Atlason er genginn til liðs við knattspyrnulið HK og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þessi 25 ára gamli miðjumaður hefur leikið með Breiðabliki undanfarin fjögur ár en hann á að baki 102 leiki í efstu deild þar sem hann hefur skorað 15 mörk. Hann er uppalinn hjá Þrótti Reykjavík en hann á að baki 189 meistaraflokksleiki á Íslandi þar sem hann hefur skorað 23 mörk. Arnþór spilaði með Fram í úrvalsdeild karla sumarið 2014 en gekk svo til liðs við Breiðablik sama ár, eftir tímabilið. HK eru nýliðar í úrvalsdeildinni en liðið endaði í 2. sæti 1. deildarinnar á síðustu leiktíð með 48 stig, jafn mörg stig og ÍA sem vann deildina.

* Martin Hermannsson átti góðan leik er hann og liðsfélagar hans í Alba Berlín máttu þola 85:91-tap fyrir Göttingen á útivelli í efstu deild Þýskalands í körfubolta um helgina. Martin skoraði 19 stig, átti átta stoðsendingar og tók tvö fráköst á 30 mínútum. Hann var næststigahæstur í sínu liði og með flestar stoðsendingar.

* Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun ekki bjóða sig fram sem formaður KSÍ. Hún hafði íhugað að taka slaginn við Geir Þorsteinsson og Guðna Bergsson , en hún hefur nú ákveðið að svo verði ekki. Frá þessu greindi hún í samtali við vefmiðilinn fótbolti.net.