Ánægð Naomi Osaka með bikarinn á lofti eftir sigurinn.
Ánægð Naomi Osaka með bikarinn á lofti eftir sigurinn. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Serbinn Novak Djokovic sýndi allar sínar bestu hliðar á tennisvellinum þegar hann vann Spánverjann Rafael Nadal í úrslitaleiknum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne í gær.

Serbinn Novak Djokovic sýndi allar sínar bestu hliðar á tennisvellinum þegar hann vann Spánverjann Rafael Nadal í úrslitaleiknum á opna ástralska meistaramótinu í tennis í Melbourne í gær. Djokovic, sem er 31 árs gamall, vann öruggan sigur í þremur settum, 6:3, 6:2, og 6:3, og skráði þar með nafn sitt í sögubækur þessa móts. Djokovic hefur unnið þetta mót oftast allra eða sjö sinnum og með sigrinum í gær hefur hann nú unnið 15 risamót á ferli sínum.

Nadal átt aldrei möguleika gegn Serbanum, sem gerði út um leikinn á rúmum tveimur klukkutímum.

Djokovic vann mótið síðast fyrir þremur árum en tvö undanfarin ár hefur Svisslendingurinn Roger Federer farið með sigur af hólmi. Federer hefur unnið flest risamót eða 20 talsins, Nadal 17 og Djokovic 15.

Osaka vann annað risamótið í röð

Naomi Osaka frá Japan hafði betur gegn Petru Kvitová frá Tékklandi í úrslitum einliðaleiks kvenna. Osaka vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7:6, en Kvitová hafði betur í öðru settinu, 7:5 eftir upphækkun.

Í lokasettinu hafði Osaka betur, 6:4, og tryggði sér þar með sigurinn. Þetta er annað risamótið í röð þar sem Osaka fer með sigur af hólmi en hún hafði betur gegn Serenu Williams á Opna bandaríska meistaramótinu á síðasta ári.

Osaka er í fjórða sæti heimslistans með 5.270 stig en Kvitová er í sjötta sætinu með 5.000 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem Kvitová kemst í úrslitaleik á risamóti síðan hún lenti í hnífstungu í ráni í desember árið 2016. Osaka er yngsta konan sem vinnur tvö risamót í röð síðan Martina Hingis gerði það árið 1998.

„Ég er í sjokki,“ sagði sú japanska, sem réð sér ekki fyrir kæti þegar ljóst var að hún hafði tryggt sér sigurinn á mótinu. gummih@mbl.is