— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Keppt var í rafíþróttum í fyrsta sinn á Reykjavíkurleikunum sem haldnir voru um helgina. „Þetta gekk mjög vel.

Keppt var í rafíþróttum í fyrsta sinn á Reykjavíkurleikunum sem haldnir voru um helgina.

„Þetta gekk mjög vel. Það var mikill áhugi sýndur á rafíþróttunum og fjölmargir komu og fylgdust með,“ segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsinga- og samskiptastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur, um keppnina. Keppt var í nokkrum mismunandi tölvuleikjum; Fortnite, League of Legends og Counter Strike.