Hólmurinn Tökur hefjast á morgun.
Hólmurinn Tökur hefjast á morgun. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á þriðjudag mun kvikmyndagerðarfólk á vegum Sagafilm hefja tökur á sjónvarpsþáttaröðinni 20/20 í Stykkishólmi. Fólkið verður þar við tökur fram til 13. mars.

Á þriðjudag mun kvikmyndagerðarfólk á vegum Sagafilm hefja tökur á sjónvarpsþáttaröðinni 20/20 í Stykkishólmi. Fólkið verður þar við tökur fram til 13. mars.

Þetta kemur fram á vef Stykkishólmsbæjar en í samtali við Morgunblaðið segir Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri íbúa vera vana kvikmyndagerðarfólki í bænum og segir komu þess hafa góð áhrif á mannlífið.

„Þetta er skemmtilegt og lífgar upp á tilveruna. Þetta er auðvitað ekki hánnatími í ferðaþjónustunni svo þegar það kemur svona stór hópur, sem bókar upp hótelin, þá kemur ákveðin innspýting inn í ferðaþjónustuna líka.“

Tekið upp í ráðhúsinu

Í fundargerð bæjarráðs Stykkishólmsbæjar frá því á föstudag kemur fram að samningur hafi verið gerður á milli Sagafilm og sveitarfélagsins, meðal annars um afnot af mannvirkjum bæjarins; ráðhúsi, húsnæði Tónlistarskóla Stykkishólms og flugstöð.

„Þetta er samframleiðsla með skandinavísku framleiðslufyrirtæki. Þeir verða að skjóta hér og þar í bænum,“ sagði Jakob um eðli verkefnisins og sagðist halda að um 80-100 manns yrðu í bænum vegna framleiðslunnar meðan á stæði. teitur@mbl.is