Smásala Hagar hf. högnuðust um tæpan 1,8 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi, sem stendur frá mars – nóvember. Hagnaðurinn jafngildir 3,1% af veltu en hagnaður á fyrra ári var rúmur 1,9 milljarðar, eða 3,6% af veltu.

Smásala

Hagar hf. högnuðust um tæpan 1,8 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi, sem stendur frá mars – nóvember. Hagnaðurinn jafngildir 3,1% af veltu en hagnaður á fyrra ári var rúmur 1,9 milljarðar, eða 3,6% af veltu.

Heildareignir samstæðunnar námu tæpum 53 milljörðum króna í lok tímabilsins og eigið fé nam tæpum 24 milljörðum. Eiginfjárhlutfall Haga var 45% í lok tímabilsins.

Í tilkynningunni segir að vörusala tímabilsins hafi numið rúmum 56 milljörðum króna, samanborið við 54 milljarða árið áður. Söluaukning tímabilsins milli ára í krónum talið sé því 4%. „Í matvöruverslanahluta félagsins hafa seld stykki aukist um 1,0% og viðskiptavinum hefur fjölgað um 1,6% milli ára,“ segir í tilkynningu Haga.

Hagkaupi í Borgarnesi lokað

Í tilkynningunni segir einnig að í apríl nk. renni út leigusamningur Hagkaups í Borgarnesi og versluninni verði lokað eftir 12 ár í rekstri.

Þann 7. janúar sl. var tilkynnt um breytta afkomuspá félagsins en EBITDA áætlun fyrir rekstrarárið er nú 4.600-4.700 milljónir króna, að undanskildum kostnaði við samruna og einskiptiskostnað og án tekjuáhrifa frá Olís og DGV en Hagar yfirtóku félögin þann 30. nóvember á síðasta ári. tobj@mbl.is