Mannlíf Líflegt á Austurvelli á þjóðhátíðardeginum 17. júní.
Mannlíf Líflegt á Austurvelli á þjóðhátíðardeginum 17. júní. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alls bjuggu 357.050 manns á Íslandi í lok síðasta árs, 182.870 karlar og 174.180 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.420 á fjórða ársfjórðungi eða um 0,4%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 228.260 manns en 128.780 utan þess. Samtals fæddust 1.

Alls bjuggu 357.050 manns á Íslandi í lok síðasta árs, 182.870 karlar og 174.180 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.420 á fjórða ársfjórðungi eða um 0,4%. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 228.260 manns en 128.780 utan þess. Samtals fæddust 1.080 börn á síðustu þremur mánuðum nýliðins árs, en 560 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 910 manns til landsins umfram brottflutta. Brottfluttir með íslenskt ríkisfang voru fimm umfram aðflutta, en aðfluttir erlendir ríkisborgarar voru 920 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. Danmörk var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara en þangað fluttust 120 manns á 4. ársfjórðungi. Til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar fluttust 240 íslenskir ríkisborgarar af 470. Af 1.200 erlendum ríkisborgurum sem fluttust frá landinu fóru flestir til Póllands, 400 manns.

44.310 erlendir ríkisborgarar

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (140), Noregi (80) og Svíþjóð (80), samtals 300 manns af 470. Pólland var upprunaland flestra erlendra ríkisborgara en þaðan fluttust 720 til landsins af alls 2.110 erlendum innflytjendum. Litháen kom næst, en þaðan fluttust 170 erlendir ríkisborgarar til landsins. Í lok fjórða ársfjórðungs bjuggu 44.310 erlendir ríkisborgarar á Íslandi eða 12,4% af heildarmannfjölda.