*Breiðabliki hefur borist kauptilboð í bakvörðinn Davíð Kristján Ólafsson, en hann var á reynslu hjá norska B-deildarliðinu Aalesund á dögunum.
Þetta hefur mbl.is fengið staðfest úr herbúðum félagsins. Blikar íhuga nú tilboðið sem barst í gær, en telja það þó ekki samræmast getu leikmannsins.
*Spænski knattspyrnumaðurinn Denis Suárez gekk í gær í raðir Arsenal frá Barcelona á lánssamningi sem gildir út leiktíðina. Enska félagið hefur forkaupsrétt á Suárez eftir tímabilið. Barcelona framlengdi samning sinn við Suárez til 2021, áður en gengið var frá lánssamningnum. Unai Emery , knattspyrnustjóri Arsenal, hefur áður fengið Suárez að láni, en þeir unnu saman hjá Sevilla.
*Handknattleikskonan
Ester Óskarsdóttir
var útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2018. Ester hefur verið í stóru hlutverki með Eyjakonum í Olís-deildinni og hefur hún skorað 59 mörk í 14 leikjum ÍBV í vetur.
*
*
*Wilfried Bony
Bony var ekki í leikmannahópi Swansea í síðasta leik og sagði Graham Potter stjóri liðsins við fréttamenn að leikmaðurinn væri á förum.
„Ég held að hann sé í flugvélinni á leið til Katar nú þegar við ræðum saman,“ sagði Potter en líklegt er að Bony verði lánaður til Al-Arabi en samningur hans við Swansea rennur út í sumar. Bony, sem er 30 ára gamall, átti góðu gengi að fagna með Swansea frá 2013-15 þar sem hann lék um tíma með Gylfa Þór Sigurðssyni . Hann var seldur til Manchester City í janúar 2015 en fékk fá tækifæri og var lánaður til Stoke áður en hann gekk aftur í raðir Swansea fyrir tveimur árum.