[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Leonharð Þorgeir Harðarson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH. Leonharð kemur til FH frá Haukum, en var í láni hjá Gróttu á yfirstandandi tímabili.
Leonharð Þorgeir Harðarson hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild FH. Leonharð kemur til FH frá Haukum, en var í láni hjá Gróttu á yfirstandandi tímabili. Leonharð hefur leikið með öllum yngri landsliðunum og styrkir FH á lokasprettinum í vetur.

*Breiðabliki hefur borist kauptilboð í bakvörðinn Davíð Kristján Ólafsson, en hann var á reynslu hjá norska B-deildarliðinu Aalesund á dögunum.

Þetta hefur mbl.is fengið staðfest úr herbúðum félagsins. Blikar íhuga nú tilboðið sem barst í gær, en telja það þó ekki samræmast getu leikmannsins.

*Spænski knattspyrnumaðurinn Denis Suárez gekk í gær í raðir Arsenal frá Barcelona á lánssamningi sem gildir út leiktíðina. Enska félagið hefur forkaupsrétt á Suárez eftir tímabilið. Barcelona framlengdi samning sinn við Suárez til 2021, áður en gengið var frá lánssamningnum. Unai Emery , knattspyrnustjóri Arsenal, hefur áður fengið Suárez að láni, en þeir unnu saman hjá Sevilla.

*Handknattleikskonan Ester Óskarsdóttir var útnefnd íþróttamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2018. Ester hefur verið í stóru hlutverki með Eyjakonum í Olís-deildinni og hefur hún skorað 59 mörk í 14 leikjum ÍBV í vetur.

*

Eyjamenn og Selfyssingar fá heimaleiki hjá báðum kynjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik en dregið var í gær. Þessi lið mætast í kvennaflokki : FH – Valur, ÍBV – KA/Þór, Haukar – Stjarnan, Selfoss – Fram og í karlaflokki: Fjölnir – Þróttur, Afturelding – FH, ÍBV – ÍR, Selfoss – Valur .

*

Belgíski landsliðsmaðurinn Marouane Fellaini hefur náð samkomulagi við kínverska liðið Shandong Luneng um að ganga í raðir þess frá Manchester United. Frá þessu er greint á BBC en Manchester United hefur ekki gefið það út að það hafi náð samningi við kínverska liðið um kaupverðið. Fellaini, sem er 31 árs gamall, gerði nýjan tveggja ára samning við Manchester United á síðasta ári.

*Wilfried Bony

, framherji frá Fílabeinsströndinni sem leikur með enska B-deildarliðinu Swansea, er á leið til Al-Arabi í Katar og mun þar leika undir stjórn Heimis Hallgrímssonar .

Bony var ekki í leikmannahópi Swansea í síðasta leik og sagði Graham Potter stjóri liðsins við fréttamenn að leikmaðurinn væri á förum.

„Ég held að hann sé í flugvélinni á leið til Katar nú þegar við ræðum saman,“ sagði Potter en líklegt er að Bony verði lánaður til Al-Arabi en samningur hans við Swansea rennur út í sumar. Bony, sem er 30 ára gamall, átti góðu gengi að fagna með Swansea frá 2013-15 þar sem hann lék um tíma með Gylfa Þór Sigurðssyni . Hann var seldur til Manchester City í janúar 2015 en fékk fá tækifæri og var lánaður til Stoke áður en hann gekk aftur í raðir Swansea fyrir tveimur árum.