— Morgunblaðið/Kristinn
31. janúar 1977 Mjólkursamsalan í Reykjavík hætti rekstri mjólkurbúða sinna, allra nema einnar. Ástæðan var sú að heimilað var að selja mjólk í matvöruverslunum. Mjólkurbúðirnar voru 67 nokkrum mánuðum áður. 31.

31. janúar 1977

Mjólkursamsalan í Reykjavík hætti rekstri mjólkurbúða sinna, allra nema einnar. Ástæðan var sú að heimilað var að selja mjólk í matvöruverslunum. Mjólkurbúðirnar voru 67 nokkrum mánuðum áður.

31. janúar 1998

Hraðbanka var stolið úr anddyri Kennaraháskólans í Reykjavík. Fjórir menn játuðu verknaðinn. Þeim hafði ekki tekist að ná peningunum, á sjöttu milljón króna, úr bankanum.

31. janúar 2010

Landslið Íslands í handknattleik hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramóti í Vín í Austurríki, með sigri á Pólverjum. Alexander Petersson náði boltanum af andstæðingi undir lok leiksins. „Þessu augnabliki má aldrei gleyma í íslenskri íþróttasögu,“ sagði Ólafur Stefánsson.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson