Fígúrur í landslagi nefnist sýning á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson sem opnuð verður í dag kl. 17 í galleríinu i8 við Tryggvagötu.
Fígúrur í landslagi nefnist sýning á nýju verki eftir Ragnar Kjartansson sem opnuð verður í dag kl. 17 í galleríinu i8 við Tryggvagötu. Ragnar varð hlutskarpastur í samkeppni um listaverk fyrir nýbyggingu heilbrigðisvísindasviðs Kaupmannahafnarháskóla, Mærsk-turninn, og nefnist verkið Figures in Landscape, þ.e. Fígúrur í landslagi, og er marglaga vídeóverk sem listamaðurinn hefur unnið að ásamt samstarfsfólki síðasta ár. Það var vígt í fyrradag í byggingunni og sama verk má sjá í i8.