1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 dxc4 5. e4 Bb4 6. Bxc4 Rxe4 7. 0-0 Rf6 8. Da4+ Rc6 9. Re5 Hb8 10. Hd1 0-0 11. Rxc6 bxc6 12. Dxa7 Bd7 13. Da4 c5 14. Dc2 cxd4 15. Hxd4 Bc5 16. Hh4 h6
Staðan kom upp í A-flokki Tata Steel-skákhátíðarinnar sem er nýlokið í Hollandi. Sigurvegari mótsins, norski heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2.835) , hafði hvítt gegn pólska stórmeistaranum Jan-Krzysztof Duda (2.738) . 17. Bxh6! gxh6 18. Dd2 svartur getur nú ekki varist hótunum hvíts með viðunandi móti. 18.... Rh7 19. Dxh6 Bxf2+ 20. Kxf2 Df6+ 21. Dxf6 Hxb2+ 22. Kg1 Rxf6 23. Hf1 Kg7 24. Hf3 Hg8 25. Hhf4 Bc6 26. Hxf6 Bxf3 27. Hxf3 Hd8 28. Hf2 Hb4 29. Bb5 og um síðir vann hvítur. Carlsen var að vinna þetta ofurmót í sjöunda skipti og bætti því met sitt en sá sem hefur unnið það næstoftast er Vishy Anand eða fimm sinnum.