Tveir durian-ávextir voru nýlega seldir fyrir metfé, 1.000 bandaríkjadollara hvor, sem eru um 120.000 íslenskar krónur, í borginni Tasikmalaya í Indónesíu. Ávöxturinn er þekktur fyrir að gefa frá sér fnyk, sem hefur m.a.

Tveir durian-ávextir voru nýlega seldir fyrir metfé, 1.000 bandaríkjadollara hvor, sem eru um 120.000 íslenskar krónur, í borginni Tasikmalaya í Indónesíu.

Ávöxturinn er þekktur fyrir að gefa frá sér fnyk, sem hefur m.a. verið líkt við táfýlu og rotþró, en þykir bragðgóður og er þekktur sem „konungur ávaxtanna“ í Asíu.

Í frétt AFP er nafns kaupandans ekki getið, en þar kemur fram að hann sé einlægur aðdáandi þessara ávaxta.