Á síðasta ári voru samtals flutt tæplega 133 þúsund tonn af kolum og 10.240 tonn af koksi hingað til lands, langmest frá Hollandi en einnig frá Bretlandi, Póllandi og Portúgal samkvæmt tölum frá Hagstofunni.
Á síðasta ári voru samtals flutt tæplega 133 þúsund tonn af kolum og 10.240 tonn af koksi hingað til lands, langmest frá Hollandi en einnig frá Bretlandi, Póllandi og Portúgal samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Kolin eru aðallega notuð í rafskautum í kísilmálmverksmiðjum Elkem Ísland á Grundartanga og PCC BakkaSilicon við Húsavík. Áður notaði Sementsverksmiðjan á Akranesi kol við sína starfsemi en sú verksmiðja heyrir nú sögunni til. Einnig voru brennd kol í kísilveri United Silicon í Helguvík meðan reynt var að reka það. Nærri 7.300 milljónir tonna af kolum eru framleiddar árlega í heiminum, þar af nærri helmingurinn í Kína, en mikil framleiðsla er einnig á Indlandi, í Bandaríkjnum, Ástralíu og Indónesíu. Þjóðverjar eru 8. stærstu kolaframleiðendur heims, með 176 milljón tonn.