[Bitcoin]
[Bitcoin]
Ekki er langt síðan fróðleiksmaður um fjármál og hagvísindi sagði shitcoin vera réttnefnið á frægri rafmynt. Sumir móðguðust, en aðrir sögðu uppnefni í grófari kantinum ekki gagnast umræðunni.

Ekki er langt síðan fróðleiksmaður um fjármál og hagvísindi sagði shitcoin vera réttnefnið á frægri rafmynt. Sumir móðguðust, en aðrir sögðu uppnefni í grófari kantinum ekki gagnast umræðunni. En ritstjórn Viðskiptablaðsins segir þessa smásögu úr veröld rafmyntar:

Kanadísk rafmyntakauphöll, sem skuldar viðskiptavinum sínum 190 milljón Bandaríkjadali, tæpa 23 milljarða króna, hefur ekki aðgang að meirihluta fjárins – sem geymdur er í formi rafmyntar sem ekki er hægt að nálgast gegnum netið (e. cold storage) – eftir að stofnandinn og framkvæmdastjórinn lést í desember.

Ekkja stofnanda QuadrigaCX, Jennifer Robertson, hefur í kjölfarið sótt um greiðslustöðvun, og unnið er að því að endurheimta aðgang að fjármununum, en að minnsta kosti hluti þeirra var geymdur á dulkóðaðri fartölvu stofnandans, Geralds Cotten. Robertson segir Cotten hafa séð alfarið um meðferð fjármunanna – sem samanstanda af Bandaríkjadölum, fjórum tegundum bitcoin og rafmyntunum litecoin og ethereum.

Virði rafmyntanna sem ekki næst í er tæpar 150 milljónir dala, eða tæpir 18 milljarðar íslenskra króna.

Robertson sagði einnig frá því að hún hefði engin skjöl tengd rekstrinum í höndunum.“

Á Íslandi er stundum deilt um tilveru álfa. Um hana þarf ekki að deila. Álfar eru til svo lengi sem einn eða fleiri trúa því. Það segir bitcoin-lögmálið.