Kristín S. Björnsdóttir
Kristín S. Björnsdóttir
Styrkir voru veittir úr listsjóðnum Verðandi í fyrsta sinn í síðustu viku í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hlutu tíu verkefni styrki en umsóknir voru 16. Fyrsta úthlutunartímabil er 4. janúar til 31.
Styrkir voru veittir úr listsjóðnum Verðandi í fyrsta sinn í síðustu viku í menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hlutu tíu verkefni styrki en umsóknir voru 16. Fyrsta úthlutunartímabil er 4. janúar til 31. júlí og munu styrkþegarnir standa fyrir viðburðum í Hofi á þessu tímabili, að því er fram kemur í tilkynningu. „Það var afar ánægjulegt að fá svo fjölbreyttar umsóknir, sjá metnað listafólksins og vilja til að nýta sér aðstöðuna í menningarhúsinu Hofi fyrir þeirra flottu og krefjandi viðburði. Við starfsfólk Menningarfélagsins hlökkum til að taka á móti þeim í hús. Þesir viðburðir munu án efa bæta litum í annars litríkt og fjölbreytt listalíf hér á Akureyri,“ er m.a. haft eftir Kristínu Sóleyju Björnsdóttur, viðburðastjóra Menningarfélas Akureyrar og verkefnastjóra Verðanda.