Adam Levine og félagar voru harðlega gagnrýndir.
Adam Levine og félagar voru harðlega gagnrýndir. — Morgunblaðið/
Margar stórstjörnur hafa slegið í gegn í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. Sú varð því miður ekki raunin síðastliðinn sunnudag á Mercedes- Benz leikvanginum í Atlantaborg. Sýningin var í höndum Maroon 5, Travis Scott og Big Boi.
Margar stórstjörnur hafa slegið í gegn í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar. Sú varð því miður ekki raunin síðastliðinn sunnudag á Mercedes- Benz leikvanginum í Atlantaborg. Sýningin var í höndum Maroon 5, Travis Scott og Big Boi. Hafa listamennirnir verið gagnrýndir harðlega og ýmsir gengið það langt að segja þetta lélegustu hálfleikssýningu sögunnar. Þótti sýningin kraftlaus og virtist söngvarinn Adam Levine oft á tíðum óöruggur á tónunum. Undir lok sýningarinnar reif hann sig úr bolnum og flaggaði húðflúruðum kroppnum sem jók þó ekki gæði sýningarinnar.