Bestur Julian Edelman hjá New England Patriots var besti leikmaðurinn.
Bestur Julian Edelman hjá New England Patriots var besti leikmaðurinn. — AFP
New England Patriots vann sjötta meistaratitil sinn í NFL-ruðningnum eftir sigur, 13:3, á Los Angeles Rams í Ofurskálarleiknum í Atlanta í fyrrinótt, í leik sem olli miklum vonbrigðum hvað skemmtanagildið varðar.

New England Patriots vann sjötta meistaratitil sinn í NFL-ruðningnum eftir sigur, 13:3, á Los Angeles Rams í Ofurskálarleiknum í Atlanta í fyrrinótt, í leik sem olli miklum vonbrigðum hvað skemmtanagildið varðar.

Leikstjórnandinn Tom Brady hjá Patriots lék sinn níunda ofurskálarleik (enginn annar leikstjórnandi hefur meiri en fjóra) og vann sinn sjötta titil – flesta sigra leikstjórnanda í þessum leikjum.

Það var kantmaðurinn Julian Edelman hjá Patriots sem var kosinn maður leiksins, en hann var eini sóknarmaðurinn á vellinum sem gerði gæfumuninn í leiknum.

*Grein Gunnars Valgeirssonar um leikinn er í heild sinni á mbl.is/sport.