Ólöglegt Rafmagnsólar má hvorki flytja inn, selja né nota á Íslandi.
Ólöglegt Rafmagnsólar má hvorki flytja inn, selja né nota á Íslandi.
Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa tilvik um notkun óla sem geta gefið hundum rafstuð verið tilkynnt til Matvælastofnunar, Mast.

Guðrún Erlingsdóttir

ge@mbl.is

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa tilvik um notkun óla sem geta gefið hundum rafstuð verið tilkynnt til Matvælastofnunar, Mast.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra- og dýravelferðar hjá Mast, segir að reglulega berist ábendingar um hundaólar sem geti gefið rafstuð. Stundum komi þær í ábendingarhnapp Mast eða tilkynningu frá tollinum. En tilfellum virðist fara fækkandi. Þóra segir að ný lög um velferð dýra sem tóku gildi 2014 banni sölu og dreifingu á rafmagnsólum, áður var eingöngu bannað að nota ólarnar.

„Eftir nýju lögin hefur tollurinn verið virkur í að stöðva innflutning á rafmagnsólum enda innflutningur ólöglegur. Rafmagnsólar eru ekki seldar í verslunum hér á landi svo við vitum til,“ segir Þóra sem bendir á að ólar með gadda eða ólar sem herst geti að hálsi dýra séu einnig ólöglegar. Þóra segir að Mast berist á fjórða hundrað ábendinga á ári vegna gruns um illa meðferð dýra en í sumum tilfellum sé um sama dýrið að ræða eða ábendingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Ef upp kemst um illa meðferð á dýri er hægt að beita refsingum, þvingunarúrræðum eða vörslusviptingu.