„Það þarf að verða hugarfarsbreyting varðandi búnað og annað fyrir slökkviliðið. Þetta flokkast ekki undir neitt annað en almannavarnaástand ef svona gerist,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.

„Það þarf að verða hugarfarsbreyting varðandi búnað og annað fyrir slökkviliðið. Þetta flokkast ekki undir neitt annað en almannavarnaástand ef svona gerist,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.

Bjarni Kristinn tekur undir varnaðarorð Trausta Jónssonar, sérfræðings í veðurfarsrannsóknum, í Morgunblaðinu um helgina þess efnis að aðeins væri tímaspursmál hvenær mjög slæmir gróðureldar myndu brjótast út í þétt grónum sumarbústaðabyggðum hér.

„Því miður finnst mér gæta sofandaháttar gagnvart þessu hjá stjórnvöldum,“ segir Bjarni ennfremur. 11