Tvö íslensk uppsjávarskip, Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði og Hoffell SU 80 frá Fáskrúðsfirði leita nú fyrir sér á kolmunnaslóð á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi.

Tvö íslensk uppsjávarskip, Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði og Hoffell SU 80 frá Fáskrúðsfirði leita nú fyrir sér á kolmunnaslóð á alþjóðlegu hafsvæði vestur af Írlandi. Aðalsteinn Jónsson SU 11, er á leið á miðin og fjórða skip Eskju, Jón Kjartansson SU 311, leggur væntanlega úr höfn um miðja vikuna.

Fleiri munu vera að íhuga kolmunnaveiðar meðan frétta er beðið af loðnuleit fyrir norðan land.