Sýningarstjórar Andrea og Starkaður.
Sýningarstjórar Andrea og Starkaður.
Listráð Hafnarborgar hefur valið sýninguna Allt á sama tíma sem haustsýningu Hafnarborgar 2019, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar.
Listráð Hafnarborgar hefur valið sýninguna Allt á sama tíma sem haustsýningu Hafnarborgar 2019, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar. „Hugmyndin með sýningunni er að kanna hvernig listamenn takast á við það frelsi sem finnst í myndlist í dag. Hvernig hægt er að búa til merkingu úr list sem getur verið hvað sem er – málverk, barnaleikfang, pappamassi, hreyfing, hugmynd, ópera, gifs. Sýnd verða verk í ólíkum miðlum, frá olíumálverki til gjörninga, og gerð tilraun til að sameina þær dreifðu hugmyndir sem finnast í myndlist í dag,“ segir um sýninguna í tilkynningu og að hún reyni ekki að búa til sneiðmynd eða yfirlit yfir það hvernig list sé í dag heldur verði kannað hvernig listamennirnir, sem standa frammi fyrir þessu frelsi, móti merkingu úr því.