Verðlaunaður Alfonso Cuarón hlaut DGA-verðlaunin í annað sinn.
Verðlaunaður Alfonso Cuarón hlaut DGA-verðlaunin í annað sinn. — AFP
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut um helgina aðalverðlaun samtaka bandarískra kvikmyndaleikstjóra, Directors Guild of America, fyrir bestu leikstjórn leikinnar kvikmyndar í fullri lengd. Verðlaunin hlaut hann fyrir kvikmynd sína Roma .
Mexíkóski leikstjórinn Alfonso Cuarón hlaut um helgina aðalverðlaun samtaka bandarískra kvikmyndaleikstjóra, Directors Guild of America, fyrir bestu leikstjórn leikinnar kvikmyndar í fullri lengd. Verðlaunin hlaut hann fyrir kvikmynd sína Roma . Dagblaðið New York Times segir Cuarón nú afar líklegan til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn og bendir einnig á þá merkilegu staðreynd að þetta er í fimmta sinn á sex árum sem mexíkóskur leikstjóri hlýtur verðlaunin. Quarón hlaut þau árið 2014, Alejandro G. Iñárritu 2015 og 2016, Guillermo del Toro í fyrra og Cuarón aftur núna.