— Morgunblaðið/Ómar
5. febrúar 1967 Bókmenntaverðlaun dagblaðanna, Silfurhesturinn, voru veitt í fyrsta sinn. Snorri Hjartarson hlaut þau. Verðlaunin voru síðast veitt árið 1974. 5.

5. febrúar 1967

Bókmenntaverðlaun dagblaðanna, Silfurhesturinn, voru veitt í fyrsta sinn. Snorri Hjartarson hlaut þau. Verðlaunin voru síðast veitt árið 1974.

5. febrúar 1988

Jóhann Hjartarson sigraði Viktor Kortsnoj í undankeppni einvígis um rétt til að skora á heimsmeistarann í skák með 4,5 vinningum gegn 3,5. „Mesta afrek í íslenskri skáksögu,“ sagði Dagur. Jóhann tefldi ári síðar við Anatoly Karpov í átta manna úrslitum en beið lægri hlut.

5. febrúar 1997

Mikið eignatjón varð en lítil meiðsl á fólki í fjöldaárekstri í hálku á Kringlumýrarbraut, undir göngubrúnni. „Tuttugu og þrír bílar í einni kös,“ sagði Morgunblaðið og hafði eftir lögreglunni að þetta væri mesti fjöldi bíla í einu umferðaróhappi.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson