— Morgunblaðið/Eggert
Fallegt hefur verið í froststillunum að undanförnu. Ævintýraleg birta var yfir Álftanesi og Reykjanesfjöllum í gær, þar sem forsetasetrið á Bessastöðum og Keilir skera sig úr umhverfinu. Veðrið snarbreytist í dag með austanhvelli.

Fallegt hefur verið í froststillunum að undanförnu. Ævintýraleg birta var yfir Álftanesi og Reykjanesfjöllum í gær, þar sem forsetasetrið á Bessastöðum og Keilir skera sig úr umhverfinu. Veðrið snarbreytist í dag með austanhvelli.

Veðurstofan varar við hvassviðri á suðurhluta landsins eða jafnvel stormi. Líkur er taldar á skafrenningi með litlu skyggni. Er því ekkert ferðaveður á fjallvegum. Útlit er fyrir að ástandið verði enn verra síðegis og í kvöld þegar staðbundið rok gerir í Austur-Landeyjum og þar austur af. Hætta er talin á foktjóni og allavega er ekkert ferðaveður.

Útlit er fyrir hægara veður næstu daga. Seinni hluta vikunnar verða él austanlands en léttskýjað sunnanlands og vestan.