Eldgos Gosið í Holuhrauni árið 2014.
Eldgos Gosið í Holuhrauni árið 2014. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ sagði Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands, á ársfundi Veðurstofunnar í gær.

„Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ sagði Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands, á ársfundi Veðurstofunnar í gær.

Veðurstofan sinnir yfirgripsmiklu eftirlitshlutverki og vaktar náið náttúruöfl landsins. Sífellt bætast við nýir staðir sem þarf að fylgjast með meðal annars með tilliti til snjóflóðahættu vegna breytinga á byggðamynstri. Skriður hafa verið að aukast og kallað á aukna vöktun Veðurstofunnar.

Á síðustu árum hefur upplýsingamiðlun verið efld sem miðar að því að ná betur til viðbragðsaðila og almennings. Á hverjum degi eru haldnir samráðsfundir þar sem náttúruvársérfræðingar, veðurfræðingar og ofanflóðasérfræðingar taka stöðuna og ef ástæða þykir eru fleiri kallaðir að borðinu eins og fulltrúar almannavarna, Isavia, Vegagerðarinnar og fleiri sem hafa hagsmuna að gæta á hverjum tíma. Á þeim fundum er tekin ákvörðun um hvernig eigi að bregðast við aðstæðum næsta sólarhringinn ef til dæmis veður eru válynd.

„Þetta hefur reynst vel og hefur hjálpað okkur að stilla saman strengi. Það er einstakt að hægt sé að kalla alla saman að borðinu og eiga í nánu samstarfi við almannavarnir. Þetta reynist gjarnan erfitt í mörgum stærri löndum,“ sagði Ingvar.

Nánar er fjallað um þetta á mbl.is.