Uppboð Meiri stemning er nú í uppboðssalnum í Kaupmannahöfn.
Uppboð Meiri stemning er nú í uppboðssalnum í Kaupmannahöfn. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
„Þetta gefur mönnum von um að botninum sé raunverulega náð og skinnin muni ef til vill halda áfram að hækka. Verðið er samt enn langt undir framleiðslukostnaði,“ segir Einar Eðvald Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.

„Þetta gefur mönnum von um að botninum sé raunverulega náð og skinnin muni ef til vill halda áfram að hækka. Verðið er samt enn langt undir framleiðslukostnaði,“ segir Einar Eðvald Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Loksins kom líflegt uppboð hjá Danska uppboðshúsinu þar sem íslenskir minkabændur selja skinn sín, eftir langvarandi markaðsbrest.

Marsuppboðinu lauk í gær. Margir kaupendur komu, fleiri en á síðustu uppboðum, og öll framboðin skinn seldust. Er það mikil breyting því uppboðshúsið hefur ekki náð að selja upp á síðustu uppboðum. Verðið er að meðaltali um 3% hærra en á uppboðinu í janúar.

Skýringin á líflegra uppboði er að heimsframleiðsla á minkaskinnum hefur minnkað mikið og telja kaupendur í Asíu og víðar hættu á að þeir fái ekki öll þau skinn sem þeir þurfa í framleiðsluna. Haft er eftir Jesper Lauge Christensen, forstjóra uppboðshússins, að uppboðið nú sé fyrsta merki um viðsnúning á markaðnum.

Hrun í minkarækt

Verðlækkun og erfiðleikar á skinnamörkuðum hefur haft mikil áhrif hér á landi. Greinin hefur hrunið. Nú eru aðeins 10 minkabú eftir með um 15 þúsund læður sem er þriðjungur af því sem var fyrir fimm árum. helgi@mbl.is