— Morgunblaðið/Eggert
Áhorfendapallar í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur voru þéttsetnir í gær þegar Reykjavíkurráð ungmenna sat fund borgarstjórnar. Reykjavíkurráð ungmenna kemur með tillögur um málefni sem á þeim brenna og segja frá því sem betur má fara í borginni.

Áhorfendapallar í borgarstjórnarsal Ráðhúss Reykjavíkur voru þéttsetnir í gær þegar Reykjavíkurráð ungmenna sat fund borgarstjórnar.

Reykjavíkurráð ungmenna kemur með tillögur um málefni sem á þeim brenna og segja frá því sem betur má fara í borginni.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur meðal annars fram að fundur Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarstjórnar sé orðinn að árvissum viðburði og er þessi fundur sá átjándi í röðinni. Markmið með starfsemi ráðsins er m.a. að skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri.