Verðmætt Arthur Brand við hið verðmæta málverk Picassos á heimili sínu, áður en hann skilaði því.
Verðmætt Arthur Brand við hið verðmæta málverk Picassos á heimili sínu, áður en hann skilaði því. — AFP
Hollenski einkaspæjarinn Arthur Brand sem sérhæfir sig í listaverkaþjófnaði hefur haft uppi á málverki eftir Pablo Picasso sem stolið var af snekkju við frönsku Rivieruna fyrir tveimur áratugum.

Hollenski einkaspæjarinn Arthur Brand sem sérhæfir sig í listaverkaþjófnaði hefur haft uppi á málverki eftir Pablo Picasso sem stolið var af snekkju við frönsku Rivieruna fyrir tveimur áratugum.

Fyrir dugnað við að leysa ráðgátur sem tengjast stolnum verkum hefur Brand verið kallaður „Indiana Jones listaheimsins“. Hann hafði uppi á fágætu málverkinu í Amsterdam. Verkið nefnist Buste de Femme (Dora Maar) og er metið á 25 milljónir evra, um 3,4 milljarða króna. Brand komst að því að maður nokkur hefði fengið verkið sem greiðslu og milliliðir komu því síðan til hans í ruslapoka. Eftir að hafa hengt verkið á vegg hjá sér – hann stóðst ekki freistinguna – kom spæjarinn því til tryggingafélags sem fer með mál eigandans.