Gæslan Þyrla tók þátt í æfingunni.
Gæslan Þyrla tók þátt í æfingunni.
Þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands æfði í gær með ítölskum orrustuþotum sem staddar eru hér á landi í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO).

Þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands æfði í gær með ítölskum orrustuþotum sem staddar eru hér á landi í tengslum við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins (NATO). Var það gæsluþyrlan TF-LIF sem tók þátt í æfingunni, en ítölsku þoturnar, sem eru alls fjórar talsins, eru af gerðinni Eurofighter Typhoon EF-2000.

Landhelgisgæslan hefur m.a. það hlutverk að fara með leit og björgun komi eitthvað upp á hjá hjá liðsmönnum loftrýmisgæslunnar og æfir þyrlusveitin því reglulega með liðsmönnum NATO.