[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Barátta Wow, upp á líf og dauða, er þungbær þeim sem fylgjast með úr fjarlægð og hvað þá fyrir mannskapinn sem í eldlínunni stendur og þá sem eiga afkomu sína undir. Jafnvel þeir, sem iðuðu af tilhlökkun vegna verkfalla í ferðaþjónustu, ungri grein og brothættri, virtust fá örtengingu við veruleika lífsbaráttunnar, um skamma hríð.

Barátta Wow, upp á líf og dauða, er þungbær þeim sem fylgjast með úr fjarlægð og hvað þá fyrir mannskapinn sem í eldlínunni stendur og þá sem eiga afkomu sína undir. Jafnvel þeir, sem iðuðu af tilhlökkun vegna verkfalla í ferðaþjónustu, ungri grein og brothættri, virtust fá örtengingu við veruleika lífsbaráttunnar, um skamma hríð.

Sú rann þó fljótt af, afgreidd með yfirlýsingu um að erfiðleikar „kapítalskra“ fyrirtækja væru annarra mál. Sú veruleikafirring veit ekki á gott fyrir ólánsama umbjóðendur foringjanna. Afkoma launamanna ræðst af því hvort fyrirtækin séu réttum megin við strikið í rekstrinum.

Verkföll geta ekki knúið Wow til að fljúga eða hækka laun. Það hefur ekki farið fram hjá fólkinu í landinu að launþegafélögum stjórnar nú fólk sem áttar sig ekki á hvaðan það fé kemur sem endar í launaumslaginu. Þeirra haldreipi eru frasar sem algengir voru um miðja síðustu öld og reyndust öllum til bölvunar.

Fari Wow um koll missa um 1.000 manns vinnuna eins og hendi sé veifað. Og í kjölfarið munu störf enn stærri hóps verða ótrygg.

Hótanir um verkföll og tilhlökkun yfir því ástandi hafa þegar grafið undan og flýtt fyrir efnahagslegum afturkipp og minnkandi kaupmætti á næstu árum.

Dægrastytting þessara „forystumanna“ er þegar orðin dýrkeypt og fer dagversnandi.