— Morgunblaðið/Golli
27. mars 1943 Varðskipið Sæbjörg stóð breska togarann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes.

27. mars 1943

Varðskipið Sæbjörg stóð breska togarann War Grey að ólöglegum veiðum við Stafnes. Togarinn sigldi áleiðis til Englands með stýrimann varðskipsins og stöðvaði ekki fyrr en varðskipið Ægir hafði elt togarann uppi og skotið þrjátíu skotum að honum. Farið var með togarann til Reykjavíkur.

27. mars 2010

Sundlaugin á Hofsósi var formlega tekin í notkun. Hún var gjöf til Skagfirðinga frá athafnakonunum Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunni Jónsdóttur í Bæ.

27. mars 2010

Hljómsveitin „Of monsters and men“ sigraði í Músíktilraunum. Fyrsta plata hennar kom út á Íslandi haustið 2011 og í Bandaríkjunum vorið 2012 og naut mikilla vinsælda.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson