Jennifer Aniston
Jennifer Aniston
Fyrirtækið Apple kynnti í fyrradag nýja áskriftarveitu sína að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, Apple TV+ sem mun að öllum líkindum veita streymisveitunni Netflix harða samkeppni.
Fyrirtækið Apple kynnti í fyrradag nýja áskriftarveitu sína að kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, Apple TV+ sem mun að öllum líkindum veita streymisveitunni Netflix harða samkeppni. Meðal þeirra frægðarmenna sem tóku þátt í kynningunni voru leikstjórinn Steven Spielberg og leikkonurnar Reese Witherspoon og Jennifer Aniston. Spielberg framleiðir þætti veitunnar Amazing Stories sem byggðir eru á 93 ára gömlu vísindaskáldskapartímariti sem veittu honum innblástur og Witherspoon og Aniston kynntu þættina The Morning Show sem þær leika í saman. Hvort veita Apple reynist raunveruleg ógn við Netflix mun tíminn einn leiða í ljós en veitan hefur göngu sína í maí. Sjá má af umfjöllunum hinna ýmsu fjölmiðla að menn eru mishrifnir og dagblaðið Guardian spáir því að veitan muni hafa lítil sem engin áhrif á Netflix.