Kostnaður við rekstur fasteigna Búseta hefur hækkað talsvert.
Kostnaður við rekstur fasteigna Búseta hefur hækkað talsvert.
Leigufélagið Búseti hefur ákveðið að hækka leigusamninga sína um 5% frá og með 1. maí næstkomandi.
Í tilkynningu sem leigufélagið Búseti hefur sent leigutökum sínum mun húsaleiga á vettvangi félagsins hækka um allt að 5% frá og með 1. maí næstkomandi. Er hækkunin sú mesta sem félagið getur gripið til á hverjum tíma samkvæmt ákvæðum leigusamninga þess en í þeim er kveðið á um að hækkun húsaleigu skuli tilkynnt með mánaðar fyrirvara og að hún „getur aldrei orðið hærri en 5% við þessa endurskoðun“. Í fyrrnefndri tilkynningu til leigutaka kemur fram að síðast hafi félagið hækkað leiguverð með sama hætti árið 2017. Að þessu sinni megi rekja hækkunina til þess að kostnaður við rekstur fasteigna hafi hækkað talsvert á síðustu misserum „hvort sem litið er til viðhaldskostnaðar eða fasteignagjalda sem hafa hækkað í takt við fasteignamat“. Ítrekar Búseti að nýtilkynnt hækkun sé nauðsynleg til þess að „tryggja örugga leigu til framtíðar“.