Þættir úr Messíasi eftir Händel verða fluttir á tvennum tónleikum í kirkjum Rangárþinga á föstunni, í Þykkvabæjarkirkju í kvöld kl. 20 og í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 3. apríl kl. 20.
Þættir úr Messíasi eftir Händel verða fluttir á tvennum tónleikum í kirkjum Rangárþinga á föstunni, í Þykkvabæjarkirkju í kvöld kl. 20 og í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð 3. apríl kl. 20. Flytjendur eru Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran, Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir messósópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir alt, Bjarni Guðmundsson tenór, Kammerkór Rangæinga, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Guðjón Halldór Óskarsson, orgelleikari og kórstjóri.