Hlébarða-úrið læðist ekki með veggjum.
Hlébarða-úrið læðist ekki með veggjum. — ©Rolex/Alain Costa
Stöðutáknið Úranördar urðu ekki fyrir vonbrigðum með Rolex á árlegri kaupstefnu úrsmiða í Basel. Af mörgum eigulegum úrum stóð upp úr nýtt „Leopard“-úr, byggt á Cosmograph Daytona.

Stöðutáknið

Úranördar urðu ekki fyrir vonbrigðum með Rolex á árlegri kaupstefnu úrsmiða í Basel. Af mörgum eigulegum úrum stóð upp úr nýtt „Leopard“-úr, byggt á Cosmograph Daytona. Er úrið hlaðið demöntum sem mynda svart og gyllt hlébarðamynstur, umvafið geislabaug sem gerður er úr 36 steinum. Íburðurinn kallast skemmtilega á við lágstemmda ólina úr biksvörtu Oysterflex-efni.

Hlébarðaúrið verður aðeins fáanlegt hjá allra stærstu seljendum Rolex-úra. Verðið liggur ekki fyrir en ætti að hlaupa á mörgum tugum milljóna króna. ai@mbl.is