Hamagangur ´Frá æfingu á Brúðkaupi Fígarós í Salnum.
Hamagangur ´Frá æfingu á Brúðkaupi Fígarós í Salnum.
Tónlistarskólinn í Kópavogi frumsýnir Brúðkaup Fígarós eftir W.A. Mozart í leikstjórn Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, söngkennara skólans, í Salnum í kvöld kl. 20 og verður önnur sýning á miðvikudag kl. 20. Aðgangur er ókeypis.

Tónlistarskólinn í Kópavogi frumsýnir Brúðkaup Fígarós eftir W.A. Mozart í leikstjórn Önnu Júlíönu Sveinsdóttur, söngkennara skólans, í Salnum í kvöld kl. 20 og verður önnur sýning á miðvikudag kl. 20. Aðgangur er ókeypis. Tæp þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu óperuuppfærslu skólans og hefur Anna Júlíana leikstýrt samtals 26 óperum á þeim tíma. Að hennar sögn er óperuflutningur ómissandi þáttur í þjálfun ungra söngvara til þess að geta starfað í óperuhúsum hér á landi og erlendis. Tónlistarstjóri og píanóleikari sýningarinnar er Aladár Rácz.

Brúðkaup Fígarós gerist í kastala Almaviva greifa í nágrenni Sevilla og hallargarðinum. „Greifinn hefur gerst leiður á eiginkonu sinni og rennir hýru auga til þjónustustúlku hennar, Súsönnu, en hún er lofuð Fígaró, þjóni greifans. Greifafrúin og Súsanna ákveða í sameiningu að leika á greifann því að Súsanna veit að hann getur, ef honum sýnist svo, beitt hana húsbóndarétti og sængað hjá henni á sjálfri brúðkaupsnóttinni. Í óperunni koma við sögu hinn ástsjúki unglingur Cherúbín, söngkennarinn Basilíó, Don Cúrzíó dómari, hinn kokkálaði Bartóló læknir, sem ungur vildi kvænast Rósínu greifafrú, og fyrrverandi ráðskona hans, Marcellína, sem hafði lánað Fígaró pening gegn því að hann kvæntist henni ef hann endurgreiddi henni ekki,“ segir í tilkynningu.

Með hlutverk Almaviva greifa fer Áslákur Ingvarsson, Rósínu greifafrú syngur Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Fígaró syngur Kristján Tómas Árnason, Súsönnu syngur Heiðrún Ösp Hauksdóttir og Cherúbín syngur Unnur Hlíf Rúnarsdóttir.

Í öðrum hlutverkum eru Stefán Óskar Hólmarsson, Una Björg Jóhannsdóttir, Davíð Guðni Halldórsson, Lára Ruth Clausen og Jón Pétur Friðriksson.