Mark Hildur Björnsdóttir, Valsari, á auðum sjó án þess að Ragnheiður Sveinsdóttir og Karen Helga Díönudóttir fái rönd við reist. Hildur og félagar eru komnar með einn vinnig í rimmunni við Hauka. Liðin mætast öðru sinni í kvöld.
Mark Hildur Björnsdóttir, Valsari, á auðum sjó án þess að Ragnheiður Sveinsdóttir og Karen Helga Díönudóttir fái rönd við reist. Hildur og félagar eru komnar með einn vinnig í rimmunni við Hauka. Liðin mætast öðru sinni í kvöld. — Morgunblaðið/Hari
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Handbolti Andri Yrkill Valsson Ívar Benediktsson Valur og Fram eru komin yfir í undanúrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik eftir fyrstu leikina í úrslitakeppninni sem hófst um helgina.

Handbolti

Andri Yrkill Valsson

Ívar Benediktsson

Valur og Fram eru komin yfir í undanúrslitaeinvígunum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik eftir fyrstu leikina í úrslitakeppninni sem hófst um helgina. Valur vann Hauka 24:19 og Fram vann ÍBV 31:25.

Valskonur lentu ekki í teljandi erfiðleikum að Hlíðarenda þegar Haukar komu í heimsókn. Haukar komust í 2:0 áður en vörn Vals small saman og Íris Björk Símonardóttir lokaði markinu þar fyrir aftan, en alls varði hún 14 skot í fyrri hálfleik einum. Fimm mörk Vals í röð eftir rólega byrjun gáfu tóninn fyrir framhaldið á meðan Haukar náðu aðeins að bæta við fjórum mörkum í viðbót fram að leikhléi. Staðan 12:6 í hálfleik og Haukar náðu minnst að minnka muninn í fjögur mörk eftir hlé, lokatölur 24:19.

Sókn Hauka var þeirra hausverkur í leiknum og eitthvað sem þarf að laga fyrir næsta leik einvígisins í kvöld. Valskonur, sem þegar hafa unnið bikar- og deildarmeistaratitlana það sem af er tímabili, spiluðu hins vegar gegnheilli leik í vörn og sókn. Smá hikst í upphafi leiks og strax eftir hlé ætti að vera auðveldara að laga en að fara ofan í saumana á sókninni líkt og andstæðingurinn þyrfti að gera til þess að snúa taflinu við í einvíginu.

Sterkur lokakafli

Viðureign Fram og ÍBV var jöfn í ríflega 45 mínútur. ÍBV var með tveggja marka forskot, 19:17, eftir ríflega tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Þá tók Fram-liðið sig til og skoraði átta mörk gegn aðeins tveimur frá ÍBV. Þennan mun tókst ÍBV-liðinu aldrei að vinna upp.

Karen Knútsdóttir fór á kostum í sóknarleik Fram, ekki síst í síðari hálfleik þar sem hún átti þátt í nær öllum mörkum liðsins. Sara Sif Helgadóttir átti einnig stórgóðan leik í marki Fram-liðsins og varði alls 15 skot. Fleiri leikmenn Fram léku vel á sama tíma og fáar úr Eyjaliðinu náðu heilsteyptum leik. Eyjaliðið sýndi hinsvegar á köflum að það getur vel gert Fram-liðinu skráveifu. Þess vegna má alveg reikna með að rimma liðanna geti teygst á langinn.

Valur – Haukar 24:19

Origo-höllin, fyrsti leikur í undanúrslitum kvenna laugardaginn 6. apríl 2019.

Gangur leiksins : 0:2, 3:2, 6:4, 8:4, 9:5, 12:6 , 12:7, 14:9, 17:13, 22:16, 24:17, 24:19 .

Mörk Vals : Díana Dögg Magnúsdóttir 6, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 5/3, Lovísa Thompson 4, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Alina Molkova 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1.

Varin skot : Íris Björk Símonardóttir 19, Chantal Pagel 1.

Utan vallar : 4 mínútur.

Mörk Hauka : Berta Rut Harðardóttir 6/2, Karen Helga Díönudóttir 4, Vilborg Pétursdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

Varin skot : Ástríður Glódís Gísladóttir 6/1, Saga Sif Gísladóttir 5.

Utan vallar : 8 mínútur.

Dómarar : Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson.

Áhorfendur : 167.

*Staðan er 1:0 fyrir Val.

Fram – ÍBV 31:25

Framhús, fyrsti leikur í undanúrslitum kvenna laugardaginn 6. apríl 2019.

Gangur leiksins : 3:0, 3:3, 6:6, 8:8, 9:8, 11:10, 13:15 , 17:17, 21:20, 24:21, 26:23, 31:25 .

Mörk Fram : Ragnheiður Júlíusdóttir 7/2, Karen Knútsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Steinunn Björnsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Unnur Ómarsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.

Varin skot : Sara Sif Helgadóttir 15, Erla Rós Sigmarsdóttir 2.

Utan vallar : 4 mínútur.

Mörk ÍBV : Arna Sif Pálsdóttir 9/4, Karolína Bæhrenz Lárudóttir 5, Sandra Dís Sigurðardóttir 4, Ester Óskarsdóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 1, Ásta Björt Júlíusdóttir 1/1, Greta Kavaliauskaite 1, Sunna Jónsdóttir 1, Sara Sif Jónsdóttir 1.

Varin skot : Andrea Gunnlaugsdóttir 5.

Utan vallar : 8 mínútur.

Dómarar : Sigurgeir M. Sigurgeirsson og Ægir Sigurgeirsson.

Áhorfendur : 344.

*Staðan er 1:0 fyrir Fram.