Prentlist Sigmundur Guðmundsson.
Prentlist Sigmundur Guðmundsson.
Sjónarfur Sigmundar Guðmundssonar prentlistamanns nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöðunni á morgun kl. 16.30.

Sjónarfur Sigmundar Guðmundssonar prentlistamanns nefnist sýning sem opnuð verður í Þjóðarbókhlöðunni á morgun kl. 16.30. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna og Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknaprófessor við LHÍ, segir frá Sigmundi Guðmundssyni prentlistamanni (1853-1898).

„Sigmundur Guðmundsson átti mikinn þátt í þeim endurbótum sem urðu á prentiðn hér á landi fyrir aldamótin 1900. Hann var talinn listfengasti og smekkvísasti prentari landsins á þeim tíma,“ segir í tilkynningu.

Á sýningunni má sjá sýnishorn af prentlist Sigmundar sem Unnar Örn myndlistarmaður og Goddur hafa tekið saman.