Sterk Kiana Johnson stigahæsti leikmaður KR gegn Val sækir að vörninni og veltir fyrir sér næsta leik í stöðunni.
Sterk Kiana Johnson stigahæsti leikmaður KR gegn Val sækir að vörninni og veltir fyrir sér næsta leik í stöðunni. — Morgunblaðið/Hari
Valur og Stjarnan standa vel að vígi eftir tvær umferðir í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik.

Valur og Stjarnan standa vel að vígi eftir tvær umferðir í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Valur vann KR, 84:77, í DHL-höll þeirra KR-inga síðdegis í gær og hefur þar með tvo vinninga og skortir aðeins einn til viðbótar til að komast í úrslit.

Stjarnan, sem lagði Keflavík á útivelli á fimmtudagskvöld, fylgdi sigrinum eftir á heimavelli í gærkvöldi, lokatölur, 64:62, eftir mikla spennu á lokamínútunni. Stjörnuliðið þarf einnig einn vinning til viðbótar til að öðlast rétt til þess að leika til úrslita.

Næst leiða Keflavík og Stjarnan saman hesta sína í Keflavík á miðvikudagskvöld. Kvöldið eftir eigast Valur og KR við á heimavelli Vals við Hlíðarenda. 6