Ísbjörn Þeir eru í útrýmingarhættu. Eitt af verkum nemenda Brúarskóla.
Ísbjörn Þeir eru í útrýmingarhættu. Eitt af verkum nemenda Brúarskóla.
Á morgun, þriðjudag 9. apríl, verður opnuð sýningin Þau vilja lifa, í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík. Þar má sjá afrakstur nemenda Brúarskóla sem hafa unnið þemavinnu í vetur um dýr í útrýmingarhættu.
Á morgun, þriðjudag 9. apríl, verður opnuð sýningin Þau vilja lifa, í bókasafninu í Spönginni í Reykjavík. Þar má sjá afrakstur nemenda Brúarskóla sem hafa unnið þemavinnu í vetur um dýr í útrýmingarhættu. „Börnin nýttu sköpunarkraftinn og veltu fyrir sér samspili dýraríkisins og okkar sjálfra. Þau uppgötvuðu margar áhugaverðar staðreyndir og fróðleik um fjölbreytileika náttúrunnar. Til að vekja athygli á ástandi margra dýra sem eru í útrýmingarhættu hafa þau sett fram, í myndum og máli, staðreyndir sem varpa ljósi á þá hættu sem við okkur blasir,“ segir í tilkynningu.