Skotárás Glæpaklíkur tókust á.
Skotárás Glæpaklíkur tókust á. — Ljósmynd/Wikipedia
Danskur karlmaður, tvítugur að aldri, beið bana í skotbardaga í Rungsted á Sjálandi norður af Kaupmannahöfn á laugardaginn. Fjórir á þrítugsaldri eru særðir, ýmist með skot- eða stungusár. Þeir eru á sjúkrahúsi.

Danskur karlmaður, tvítugur að aldri, beið bana í skotbardaga í Rungsted á Sjálandi norður af Kaupmannahöfn á laugardaginn. Fjórir á þrítugsaldri eru særðir, ýmist með skot- eða stungusár. Þeir eru á sjúkrahúsi. Átökin voru uppgjör á milli tveggja glæpaklíkna á svæðinu, að því er lögregluembættið á Norður-Sjálandi greinir frá.

Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið þátt í því að skipuleggja og framkvæma skotárásina. Að minnsta kosti annar þeirra neitar að hafa átt aðild að málinu. Vitni að atburðarásinni kváðust hafa heyrt sex byssuskot á sjöunda tímanum síðdegis á laugardag.