Sterk Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona ársins 2018 kom fyrst í mark í 100 m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu um helgina.
Sterk Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona ársins 2018 kom fyrst í mark í 100 m skriðsundi á Íslandsmeistaramótinu um helgina. — Morgunblaðið/Hari
Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug lauk í gær í Laugardalslaug. Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB, Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH og Patrik Viggó Vilbergsson úr Breiðabliki settu öll aldursflokkamet.

Íslandsmótinu í sundi í 50 metra laug lauk í gær í Laugardalslaug. Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB, Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH og Patrik Viggó Vilbergsson úr Breiðabliki settu öll aldursflokkamet.

Eva Margrét synti 200m bringusund á tímanum 2:36,69 sem skilaði henni öðru sæti og telpnameti í greininni. Gamla metið átti Rakel Gunnarsdóttir en það var frá árinu 2005, 2:40,49. Tími Evu Margrétar er einnig undir lágmarki á Evrópumeistaramótið í Kazan og EYOF, Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB sigraði í greininni á tímanum 2:35,84 og Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir úr SH varð þriðja á 2:36,90

Birnir Freyr setti drengjamet í 50m flugsundi þegar hann synti á 27,97 sek. og bætti þar með ársgamalt met Fannars Snævars Haukssonar sem var 28,13. Birnir varð sjöundi í greininni en Dadó Fenrir Jasminuson sigraði á 26,10, Aron Örn Stefánsson varð annar á 26,24 og Ólafur Árdal Sigurðsson þriðji á 26,96. Allir synda þeir fyrir SH.

Patrik Viggó sigraði í 400m fjórsundi á tímanum 4:39,37 en það er bæting á 21 árs gömlu meti Arnar Arnarsonar, 4:40,61. Aron Þór Jónsson úr SH varð annar á 4:54,99 og Snær Llorens Sigurðsson úr ÍA varð þriðji á 5:00,39.

Patrik bætti svo eigið met í 800m skriðsundi þegar hann synti á 8:29,70 og sigraði örugglega. Hann náði 800m millitíma í 1500m skriðsundi í gær, 8:33,74. Liðsfélagi hans Kristófer Atli Andersen varð annar 9:01,93 og Veigar Hrafn Sigþórsson úr SH varð þriðji á 9:11,18.

Á laugardaginn kom Eygló Ósk Gústafsdóttir fyrst í mark í 100 metra baksundi á 1:03,25 mínútu.

Anton Sveinn McKee vann þrenn gullverðlaun. Hann vann 50 metra bringusund á 28,68 sekúndum, 200 metra fjórsund á 2:09,22 mínútum og hann skipaði sveit SH, ásamt Kolbeini Hrafnkelssyni, Róberti Ísak Jónssyni og Dadó Fenri Jasminusyni, sem vann 4x100 metra boðsund á 3:55,45 mínútum.

Nokkur aldursflokkamet voru slegin á laugardag. Eva Margrét Falsdóttir synti 200 metra fjórsund á 2:26,61 mínútum og bætti í leiðinni tíu ára gamalt telpnamet Eyglóar.

Patrik Viggó Vilbergsson setti svo þrjú piltamet. Hann synti 100 skriðsund á 53,35 sekúndum og 1500 metra skriðsund á 16:03,23 mín.

Millitími Patriks eftir 800 metra var 8:33,74 mínútur, sem einnig er met. Patrik var undir lágmarki í 1500 metrum fyrir Evrópumeistaramót unglinga sem fram fer í Kazan í Rússlandi í sumar.