Viðurkenning Rheo Knee XC gervihnéð frá Össuri hefur vakið athygli fyrir úthugsaða og vel heppnaða hönnun.
Viðurkenning Rheo Knee XC gervihnéð frá Össuri hefur vakið athygli fyrir úthugsaða og vel heppnaða hönnun.
Stoðtækjaframleiðandinn Össur og hönnunarstofan KD hlutu á dögunum vöruhönnunarverðlaun Red Dot fyrir gervihnéð Rheo Knee XC. Þýsku Red Dot verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1991 og eru um 18.000 vörur og verkefni tilnefnd til verðlauna ár hvert.

Stoðtækjaframleiðandinn Össur og hönnunarstofan KD hlutu á dögunum vöruhönnunarverðlaun Red Dot fyrir gervihnéð Rheo Knee XC. Þýsku Red Dot verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1991 og eru um 18.000 vörur og verkefni tilnefnd til verðlauna ár hvert. Meðal annarra sigurvegara í ár má nefna Google, Pfaff, Lenovo og LG.

Össur hlaut áður Red Dot verðlaun árið 2011 fyrir snjall-stoðtækið Proprio Foot, og spelkuna Rebound Air Walker.

Að því er segir í tilkynningu frá Össuri notar Rheo Knee XC skynjara til að greina stöðu og stellingu notandans og nýtir rafsegulkraft til að auka eða draga úr viðnámi í hreyfingu. Er vélbúnaðurinn hýstur í stílhreinni skel sem er slitsterk og ver innvolsið gegn veðri og vindum.

Eru þetta ekki fyrstu hönnunarverðlaunin sem Rheo Knee XC hlýtur því í janúar hlaut gervihnéð iF hönnunarverðlaunin í flokki heilsu- og lyfjavöru. ai@mbl.is