Silvía Björgvinsdóttir
Silvía Björgvinsdóttir
Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi mátti þola 2:5-tap fyrir Taívan í lokaleik sínum í B-riðli í 2. deild heimsmeistaramótsins í Rúmeníu í gær. Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og hlaut þar með bronsverðlaun.

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi mátti þola 2:5-tap fyrir Taívan í lokaleik sínum í B-riðli í 2. deild heimsmeistaramótsins í Rúmeníu í gær. Ísland hafnar í þriðja sæti riðilsins og hlaut þar með bronsverðlaun.

Ísland hefði tryggt sér toppsæti riðilsins með tveggja marka sigri í leiknum í gær, en lið Taívan var sterkari aðilinn í viðureigninni þegar á hólminn var komið.

Sunna Björgvinsdóttir skoraði fyrra mark Íslands í öðrum leikhluta er hún jafnaði í 1:1 og Kolbrún Garðarsdóttir bætti við marki í þriðja leikhluta og minnkaði muninn í 3:2.

Taívan skoraði hins vegar tvö síðustu mörkin og tryggði sér efsta sæti riðilsins og sæti í A-riðli 2. deildarinnar.

Taívan hlaut 15 stig, Nýja-Sjáland 12 og Ísland 9 í þremur efstu sætunum. Tyrkland fékk 4 stig, Króatía 3 og Rúmenía 2 stig.

Silvía Björgvinsdóttir var atkvæðamesti leikmaður mótsins. Hún skoraði átta mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sunna Björgvinsdóttir var í þriðja sæti með tvö mörk og níu stoðsendingar. johanningi@mbl.is