Umdeildur Amazon hætti við sýningar á myndum Woody Allens.
Umdeildur Amazon hætti við sýningar á myndum Woody Allens. — AFP
Tæknirisinn Amazon hefur lýst því yfir að kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hafi spillt fyrir velgengni kvikmynda sem hann leikstýrði með umdeildum ummælum sem hann lét falla í kjölfar #metoo byltingarinnar.

Tæknirisinn Amazon hefur lýst því yfir að kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hafi spillt fyrir velgengni kvikmynda sem hann leikstýrði með umdeildum ummælum sem hann lét falla í kjölfar #metoo byltingarinnar. Þess vegna hafi Amazon hætt við sýningar á fjórum myndum Allens í streymisþjónustu sinni, en á meðal þeirra er kvikmyndin A Rainy Day in New York.

Yfirlýsingin er andsvar Amazon við skaðabótamáli sem Allen höfðaði gegn Amazon í febrúar síðastliðinn. Fer hann fram á að fá greiddar 68 milljónir Bandaríkjadala vegna ákvörðunar Amazon um að hafa hætt við sýningar á A Rainy Day in New York í streymisþjónustu sinni.

Ummælin, sem talsmenn Amazon eiga við, lét Allen falla í viðtali hjá BBC í október árið 2017. Þar sagði hann að mál Harvey Weinsteins, leikstjórans sem fjöldi kvenna hefur sakað um kynferðisofbeldi, væri mjög sorglegt fyrir alla sem ættu þátt í því. Að auki nefnir Amazon að Allen hafi varað við nornaveiðum í #MeToo byltingunni.