Sigursæll Sturla Snær Snorrason vann tvenn gullverðlaun.
Sigursæll Sturla Snær Snorrason vann tvenn gullverðlaun.
Sturla Snær Snorrason varð Íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands en keppni í alpagreinum mótsins fór fram í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur um helgina. Georg Fannar Þórðarson varð annar í mark 1,54 sekúndum á eftir Sturlu Snæ.

Sturla Snær Snorrason varð Íslandsmeistari í stórsvigi á Skíðamóti Íslands en keppni í alpagreinum mótsins fór fram í Böggvisstaðafjalli ofan Dalvíkur um helgina. Georg Fannar Þórðarson varð annar í mark 1,54 sekúndum á eftir Sturlu Snæ. Gísli Rafn Guðmundsson hreppti þriðja sæti.

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir varð Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna. Freydís Halla Einarsdóttir varð önnur og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir þriðja.

Sturla Snær bætti síðan öðrum gullverðlaunum í safnið í gær þegar hann vann keppni í svigi. Hann var rúmum fjórum sekúndum á undan Georgi Fannari sem varð annar. Jón Óskar Andrésson kom þriðji í mark.

María Finnbogadóttir stóð uppi sem sigurvegari í svigi kvenna, Freydís Halla varð önnur og Guðfinna Eir Þorleifsdóttir þriðja.

Kristrún Guðnadóttir og Snorri Eyþór Einarsson, bæði úr skíðagöngufélaginu Ulli, voru fyrst í mark í 10 km göngu kvenna og 15 km göngu karla á laugardaginn en keppt var í Seljalandsdal við Ísafjörð. Anna María Daníelsdóttir kom önnur í mark og Kolfinna Íris Rúnarsdóttir varð í þriðja sæti. Þá varð Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson úr skíðafélagi Akureyrar í öðru sæti í 15 km göngu karla og Jakob Daníelsson úr skíðafélagi Ísfirðinga þriðji. Kristrún og Snorri unnu þrenn gullverðlaun hvort í göngu á mótinu.

iben@mbl.is