Guðmundur B. Ólafsson
Guðmundur B. Ólafsson
Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður HSÍ til tveggja ára og ný stjórn kosin á 62. ársþingi HSÍ á laugardag. Hagnaður varð af rekstri sambandsins upp á um 7,5 milljónir króna, sem eru talsverð umskipti.

Guðmundur B. Ólafsson var endurkjörinn formaður HSÍ til tveggja ára og ný stjórn kosin á 62. ársþingi HSÍ á laugardag. Hagnaður varð af rekstri sambandsins upp á um 7,5 milljónir króna, sem eru talsverð umskipti.

Árið 2017 var 38 milljóna króna tap á rekstri HSÍ. Velta sambandsins í fyrra nam tæpum 275 milljónum. Í nýkjörinni stjórn HSÍ sitja Guðmundur, Magnús Karl Daníelsson, Páll Þórólfsson, Kristín Þórðardóttir, Davíð B. Gíslason, Guðríður Guðjónsdóttir, Jón Viðar Stefánsson og Reynir Stefánsson.

Þá voru nokkrar lagabreytingar samþykktar og nýjar reglur settar sem snúa að veðmálum. Aukin umsvif veðmálssíðna innan handboltans hafa verið áberandi undanfarið og hefur HSÍ nú samþykkt ströng viðurlög þar um. Þá samþykkti sambandið nýjar siðareglur.

Að lokum var samþykkt þingsályktunartillaga um nýjan þjóðarleikvang. Stjórnvöld eru hvött til að hefja tafarlaust viðræður við HSÍ, ÍSÍ og aðrar íþróttagreinar um varanlega lausn. sport@mbl.is