Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 5,1% á síðasta ári. Á sama tíma fækkaði gistinóttum í Airbnb um 3,3%.

Gistinóttum á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 5,1% á síðasta ári. Á sama tíma fækkaði gistinóttum í Airbnb um 3,3%.

Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að fækkun gistinátta í Airbnb megi einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%).

Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga á því að standa í Airbnb-leigustarfsemi. Eftirlit með starfseminni hefur verið eflt og sett þrengri skilyrði fyrir Airbnb-starfsemi, m.a. tímamörk á útleigu.